Um

Ég hef lengi verið áhugamaður um mat og matargerð.   Ég hef fyrst og fremst fengið útrás fyrir þennan áhuga í eldhúsinu og við matarborðið heima. Mér til andargiftar les ég matreiðslubækur annað veifið, en í seinni tíð hef ég þó í síauknum mæli sótt andargiftina í hverskonar matarblogg hér á veraldarvefnum. Í ljósi þess hef ég ákveðið að hefja mitt eigið matarblogg í þeirri von að eitthvað að því sem hér birtist verði öðrum innblástur.

„One cannot think well, love well, sleep well, if one has not dined well.“
–Virginia Woolf

Auk þess að elda áhugaverðar uppskriftir sem ég rekst á þá hef ég einnig gaman af hverskonar tilraunastarfsemi í eldhúsinu, til dæmis með því að prufa nýjar samsetningar af hráefnum, nýstárlegar eldunaraðferðir, eða þá að reyna að fullkomna tiltekinn rétt með þolinmæði og natni að vopni.

Við munum koma víða við í þessu bloggi: prufa gamlar og nýjar uppskriftir, þ.m.t. afurðir úr tilraunaeldhúsinu, gefa umsögn um eldhúsáhöld og matvörur, ásamt því að veita margvíslegan fróðleik um mat og matargerð.  Í því samhengi langar mig að taka fram að ég hef enga formlega menntun á þessu sviði, þ.e. hvorki í matreiðslu- né bökunarfræðum, og er ég einfaldlega að miðla af minni reynslu svo og einstaka fróðleiksmolum sem ég hef tileinkað mér af áhuga — þ.e. sannkölluð eldhúsráð!

Yngvi Björnsson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: