Bakaðar blómkálssneiðar

Meðlæti þarf ekki að vera flókið til að vera gómsætt.  Nú þegar ég er að prufa ketó-fæði þá er ég sífellt á höttunum eftir meðlæti sem er bæði gómsætt og kolvetnissnautt — eftirfarandi réttur tékkar í bæði boxin.

Bakaðar blómkálssneiðar

20190324_180215
Innihald:

 • 1 stk. blómkálshöfuð
 • ólífuolía
 • salt og pipar
 • Parmesan ostur
 • beikonbitar, steiktir (valkvæmt)

Aðferð:

 • Stillið bökunarofn í 200C.
 • Skolið og snyrtið blómkálshöfuðið, þ.e. fjarlægið utanáliggjandi blöð og styttið legginn ef vill.
 • Skerið blómkálshöfuðið lóðrétt í 1 – 2 cm þykkar sneiðar (ystu „sneiðarnar“ hvoru megin haldast ekki saman og nýtast því ekki í baksturinn, þ.a. best er að borða þær hráar á staðnum!)
 • Leggið sneiðarnar á plötu með bökunarpappír, penslið með olíunni og kryddið vel með salti og pipar, báðum megin.
 • Setjið í  bökunarofninn og bakið í u.þ.b. 20 mínútur, snúið við miðja vegu. Það er gott að setja grillið í ofninum á alveg í restina.
 • Rífið parmesan ost yfir og setjið annað góðgæti ofaná ef vill (t.d. steikta beikonbita).

Ábendingar:

 • Þessi réttur hentar mjög vel sem meðlæti með bæði fisk og kjöti.  Einnig má borða hann einan sér sem létta máltíð.
 • Það má krydda blómkálið á ýmsa vegu, t.d. nota einnig hvítlauk, sítrónulög, paprikuduft eða chili (eða annað að eigin vali).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: