„Tyrknesk egg“

Ég borða mikið að eggjum þessa dagana, sem part af tímabundnu Ketó-fæði.  Egg eru holl og góð, en þegar maður borðar þau nær daglega þá þarf að tileinka sér fjölbreyttar aðferðir við að framreiða þau.  Að neðan er útgáfa sem á rætur sínar að rekja allt aftur til hátíma Ottoman heimsveldisins.  Það eru til margvísleg tilbrigði af  „tyrkneskum eggjum“, en þau eiga það þó flest sameiginlegt að para saman hleyptum eggjum, jógúrti, og chilipipar.

Tyrknesk egg

20190323_184500

Innihald:

  • 1 stk. hleypt egg
  • 100 g. grískt jógúrt
  • chili-olía, eftir smekk
  • chilipiparflögur, eftir smekk
  • kakó-„nibblings“ (valkvæmt)
  • kryddjurtir (valkvæmt)

Aðferð:

  • Setjið jógúrtið í skál, leggið skírða eggið ofaná, dreifið olíunni og chilipiparflögunum yfir (ásamt valkvæmu innihaldsefnunum, ef við á).
  • Berið fram með t.d. píta- (eða ristuðu-) brauði (þó svo að ég hafi ekki getað gert það í þetta skiptið vegna Ketó-fæðisins). Borðist strax.

Tilbrigði:

  • Bætið einu krömdu og smátt söxuðu hvítlauksrifi saman við jógúrtið, ásamt salti og pipar eftir smekk.
  • Í Tyrklandi er yfirleitt notaður svokallaður Aleppo-chilipipar í þennan rétt, sem hefur heldur sætari keim heldur en chili (cayenna) piparinn sem við fáum helst hérlendis. Þess vegna getur verið gott að strá einnig örlítið af sætu paprikudufti yfir réttinn í bland við chilipiparinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: