Ketóbrauð með fetaosti og þorskalifrarpaté

Ég er nýbyrjaður á Keto-fæði og ætla að prófa það í a.m.k. tvo mánuði — eða fram að næstu hálfmaraþonkeppni — og sjá svo til um framhaldið.

Ein helsta áskorunun hjá mér er að ná að borða álíka fjölbreytt fæði og áður, en ég —og mér sýnist margir aðrir— falla auðveldlega í þá grifju að borða of einhæft þegar verið er á keto-fæði, t.d. þar sem aðaluppistaðan er einungis kjöt, egg, beikon, lax, lárperur og laufa-grænmeti.  Það er náttúrulega engin þörf á því borða svo einhæft því möguleikarnir við matargerðina eru óendarlegir. Maður þarf bara að vera duglegur að prófa sig áfram og sýna smá hugmyndaauðgi.

Ég sakna þess t.d. mikið að geta ekki borðað góð (hefðbundin) brauð. Ég hef því verið að prufa mig áfram með að baka svokölluð „keto-brauð“, sem eru nánast án kolvetna, en útkoman hefur verið frekar óspennandi hingað til (ég er ennþá að prufa mig áfram og ekki búinn að gefa upp vonina á því að finna uppskrift að góðu slíku brauði, svo endilega láta mig vita ef þið lumið á góðri uppskrift).

Eitt að því sem mér hefur fundist ábótavant við ketó-brauðin er að það vantar nánast allt „bit“ í þau, þ.e. áferðin þegar maður bítur í þau er meira í áttina að því að bíta í jólaköku (eða eitthvað sambærilegt). Því er nú þannig farið að áferð matarins hefur mikil áhrif á bragðupplifunina. Það er því miður ekki auðvelt að laga áferð brauðanna verulega án þess að nota hefðbundið hveiti (vegna glútenins í því), en það má hugsanlega para brauðin með áleggi sem hjálpa til með upplifun á bæði bragði og áferð. Ég hef því verið af prófa mig áfram, jafnframt brauðgerðinni, í að finna áhugaverð álegg sem hæfa ketó-brauðum vel.

Að neðan er ein slík samsetning sem heppnaðist vel og útkoman er einkar ljúffeng. Fetaosturinn gegnir lykilhlutverki, en hann  gefur m.a. „bitið“ sem vantar í brauðið. Auk þess gefur hann seltu sem rímar vel á mjúka og ljúffenga þorskalifrina. Jómfrúar-ólífuolían og eldpiparinn gefa svo auka „umph“.  Næringarinnihald áleggsins er auk þess fullkomið fyrir ketó-fæði, en mér reiknast til að hitaeiningarnar koma u.þ.b. 90% úr fitu, tæplega 10% úr prótín, og einungis 1% úr kolvetni.

Ketóbrauð með fetaosti og þorskalifrarpaté

ketobread_feta_codliver_small

Innihald:

  • ketóbrauð (að eigin vali)
  • smjör
  • fetaostur, í frekar þykkum klumpum/sneiðum
  • þorskalifrarpaté (t.d. frá Akraborg)
  • chilipipar flögur
  • jómfrúar-ólífuolia
  • steinselja, eða önnur kryddjurt að eigin vali (til skrauts)

Aðferð:

Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri (vel útilátið), leggið fetaostbitana ofan á, helst á langveginn, og þorskalifrina þar ofan á,  dreypið ólífuolíunni og chilipipar-flögunum ofaná og skreytið að lokum með kryddjurtunum.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: