Parmesan kjúklingur

Ég fékk góðan gest í mat um daginn, kæran vin sem býr í Kaupmannahöfn, sem jafnframt er mikill matgæðingur og listakokkur. Það var því úr vöndu að ráða hvað skyldi vera í matinn. Eftir smá umhugsun varð eftirfarandi réttur fyrir valinu og hann stóð fyllilega fyrir sínu.

Parmesan kjúklingur

chickenparmesan

Gerið ráð fyrir einni til einni-og-hálfri bringu á mann.

Innihald:

 • 6 stk. kjúklingabringur
 • 3 stk. egg
 • 2 bollar brauðmynsla, helst panko (þ.e. japönsk brauðmynsla)
 • 1 bolli Parmesan ostur, rifinn
 • 4-5 msk. hveiti
 • olía, til steikingar
 • salt og pipar
 • 1 dós (400g) niðursoðnir tómatar (má vera í bitum)
 • 1/2 tsk. salt
 • 125 g. ferskur mozzarella ostur, skorinn í litla bita
 • 50 g. milliharður, frekar bragðmikill ostur (t.d. provolone), rifinn
 • 6-8 stk. stór basilíkublöð, skorin í þunnar ræmur (chiffonade)
 • Parmesan ostur
 • ólívuolía

Aðferð:

Hitið bökunarofn í 200C.

Fletjið út þykkasta partinn á kjúklingabringunum með hentugu áhaldi, t.d. (sléttum) buffhamri, en þetta er gert til þess að þær bakist jafnt.  Það er ágætt að láta bringurnar liggja á milli tveggja laga af bökunarpappír (eða plastfilmu) þegar það er gert.

Saltið og piprið bringurnar vel á báðum hliðum og  notið svo lítið sigti til að þekja þær með hveitinu á báðum hliðum (hentugra en að velta þeim upp úr hveitin).

Brjótið eggin í rúmgóða skál og léttþeytið rauðurnar og hvíturnar saman með gaffli. Blandið saman brauðmynslunni og rifna Parmesan ostinum í aðra skál. Veltið svo kjúklingabringunum, fyrst upp úr eggjunum, og svo up úr brauð-osta-mynslunni. Notið puttana til að þjappa mynslunni þétt að bringunum.  Látið húðaðar bringurnar í léttsmurt eldfast fast og látið standa í u.þ.b. 15 mínútur.

Hitið steikarolíu (vel útilátið) á pönnu þangað til hún er orðin vel heit og steikið þá bringurnar (2-3 í einu) á pönnunni þangað til að þær eru orðnar fallega gylltar (1-2 mínútur á hvorri hlið, eftir hitastigi olíunnar). Passið vel að steikja bringurnar ekki of lengi, en þær koma til með að fulleldast seinna í bökunarofninum.

Setjið tómatana ásamt tómatleginu úr dósinni í blandara ásamt saltinu og maukið (má vera hvort sem er fín- eða grófmaukað).  Þekjið bringurnar með tómatmaukinu, og dreifið síðan mozzarella ostinum, basilíkunni, og rifna ostinum jafnt yfir bringurnar.  Í lokin, rífið svo ögn af Parmesan osti og dreipið smá ólífuolíu yfir.

Setjið í miðjan bökunarofninn og bakið í 15-20 mínútur. Berist fram með góðu fersku salati (fyrir hugmyndir af hentugu salati, sjá t.d. hér).

Uppskrift fengin héðan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: