Lárpera með hleyptu eggi, innpökkuð í beikon og pönnusteikt

Það eru þó nokkrir í mínum vinahópi farnir að prófa sig áfram með Keto-fæði, sér í lagi þeir sem eru að stunda þríþraut.  Ég fylgist spenntur með af hliðarlínunni, en er þó ekki tilbúinn ennþá að hoppa yfir á það fæði — þó svo að ég hefði eflaust gott af því að minnka við mig kolvetnainntöku, sér í lagi í formi heimalagaðs brauðs, pasta, og pizza!

Ég er samt orðinn það áhugasamur að ég er farinn að prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir sem myndu henta fyrir Keto-fæðisprógram, þ.m.t. uppskrifin að neðan.

Lárpera með hleyptu eggi, innpökkuð í beikon og pönnusteikt

avocadoeggbacon_inthemaking

Innihald:

  • 1 stk. lárpera (e. avocado), stór og mátulega þroskuð (alls ekki ofþroskuð).
  • 1 stk. ferskt egg
  • 3-6 sneiðar beikon, eftir stærð

Aðferð:

Hleypt egg (e. poached egg):  Hitið vatn í potti að suðu, lækkið hitann, og látið vatnið malla rétt við suðumörk. Brjótið eggið í ausu eða litla skál, hrærið í vatninu þ.a. það myndist hringiða í því og hellið svo egginu snöggt í vatnið. Sjóðið í 3 mínútur, takið upp úr vatninu með götóttum spaða, og leggið á eldhúspappír til þerris. (Sjá góðar myndbandsleiðbeiningar um hvernig best er að hleypa egg t.d. hér).

Skerið lárperuna í tvennt, endilangt, og fjarlægið steininn. Fjarlægið örlítið af aldinkjötinu úr miðju perunnar þ.a. gatið eftir steininn stækki aðeins þ.a. það rúmi eggið. Fjarlægið hýðið af lárperunni (varlega), leggið eggið í miðju annars lárperuhelmingins (varlega), og lokið lárperunni (varlega). Leggið beikonsneiðarnar á borð og fletjið vel úr þeim og vefjið þeim svo (varlega) utan um lárperuna þ.a. ekki sjáist í aldinkjötið. Hitið steikarpönnu (óþarfi að nota feiti) og steikið svo lárperuböggulinn jafnt á öllum hliðum þangað til að hann er orðinn fallega gullinbrúnn.

Berið fram með t.d. tómötum, klettasalati, og ferskosti.

Uppskrift fengin héðan (myndband).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: