Heimalagað ravioli með ricotta og sveppafyllingu (og salvíu-smjöri)

Síðastliðið sumar fór ég í fjögurra vikna sumarleyfi til Ítalíu.  Einn af mörgum réttum sem ég féll fyrir í ferðinni voru fersku pastaréttirnir.

Ég fór fyrir allnokkru á námskeið í Salteldhús um hverning ætti að útbúa ferskt pasta. Ég keypti mér í framhaldinu pastavél og hef annað slagið síðan útbúið ferskt pasta. Eftir ofangreint ferðalag til Ítalíu þá hef ég verið duglegri en áður að útbúa heimalagaða rétti úr fersku pasta. Að neðan er uppskrift að einum slíkum guðdómlegum rétti sem ég hef annaðslagið haft á boðstólunum.

Heimalagað ravioli með ricotta og sveppafyllingu (og salvíu-smjöri)

ravioli_aff

Yfirleitt þegar ég útbý fersk pasta þá flet ég út og sker meira magn en þarf í næstu máltíð, og geymi svo afganginn annaðhvort í ísskáp (og nota innan 2 daga) eða þurrka. Til dæmis, í þetta skiptið, þá notaði ég afganginn af deiginu til að útbúa tagliatelli sem ég þurrkaði.

Fylling:

 • ricottaostur, ferskur (aðkeyptur eða heimalagaður)
 • sveppir, ferskir
 • sveppir, þurrkaðir
 • hvítlaukur
 • smjör (eða önnur feiti til steikingar)
 • salt og pipar

Það er erfitt að gefa nákvæmar magntölur, v.þ.a. magnið ákvarðast af fjölda, lögun, og stærð ravíoli bitanna. Sem þumalputtareglu má áætla að nota svipað magn (að rúmmáli) af ost og sveppum í fyllinguna. Athugið að þurrkuðu sveppirnir koma til með að þenjast út töluvert þegar þeir eru lagðir í bleyti. Magn hvítlauks og krydds er eftir smekk.

Deig:

Sósa:

 • smjör (helst skírt)
 • salvíablöð, þurrkuð

Aðferð:

Útbúið pastadeigið. Það er handhægast að útbúa það með góðum fyrirvara, t.d. fyrr um daginn eða jafnvel deginum áður. Ég bætti spínati í pastadeigið í þetta skiptið: sjóðið spínatið í u.þ.b. hálfa mínútu og setjið svo strax í ískalt vatn, þurrkið. Maukið svo spínatið í matvinnsulvél og bætið maukinu saman við eggjablönduna þegar þið byrjið að hræra saman deigið.

Mér finnst gott að blanda saman ferskum og bragðmiklum þurrkuðum sveppum í þennan rétt. Leggið þurrkuðu sveppina í bleyti í volgt vatn í a.m.k. 15 mín. Skerið fersku sveppina og hvítlaukinn smátt, pressið mesta vökvann úr þurrkuðu sveppunum og skerið einnig smátt. Bræðið smjörið á steikarpönnu og bætið sveppunum og hvítlauknum á pönnuna þegar smjörið hættir að freyða. Þegar sveppirnir eru fullsteiktir hellið þeim yfir í sigti og látið þorna/kólna aðeins. Blandið sveppunum svo saman við ricottaostinn í hentugu íláti, kryddið með salti og pipar eftir smekk, breiðið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp þangað til nota á fyllinguna (hún þarf að vera köld þegar að hún er sett á pastadeigið).

Fletjið pastadeigið út þunnt, en þægilegast er að nota pastavél til verksins. Leggið útflatt pastablað á létthveitaðan borðflöt. Notið teskeið/desertskeið og puttana til að móta fyllinguna í þéttar kúlur og setjið með hæfilegu millibili ofan á deigblaðið. Léttvætið deigið á milli kúlnanna með köldu vatni, annaðhvort með pensli eða puttunum. Setjið annað jafnstórt útflatt pastablað varlega ofaná og þrýsið efra blaðinu ofan á það neðra. Byrjið að þrýsta upp við fyllinguna og þrýstið út til kantanna þ.a. sem minnst loft lokist inní deiginu. Notið pastadeigs stimpil til að skera pastadeigið í ravioli form (t.d. hring- eða koddalaga). Til öryggis, ef þarf, getur verið gott þétta brúnarnar á ravioli bitunum enn frekar með puttunum þegar búið er að skera þá, þ.a. þeir séu örugglega vel lokaðir.

Hitið vatn í stórum potti að suðu, saltið, og látið léttkrauma við suðumark. Setjið ravioli bitana varlega ofaní pottinn hvern á fætur öðrum (ekki of marga í einu, t.d. 5-6) og sjóðið í u.þ.b. 3 mínútur (ef vel hefur tekist til að ná loftinu úr bitunum þá sökkva þeir, og þegar þeir fljóta aftur upp á yfirborðið þá er það merki um að þeir séu tilbúinir). Takið bitana varlega úr pottinum með götóttum spaða.

Bræðið smjör í litlum skaftpotti við vægan hita og bætið nokkrum þurrkuðum salvíublöðum saman við. Látið krauma í smá stund þ.a. bragðið á salvíunni smitist yfir í smjörið.  Ef þið eigið það til, þá er best að nota skírt smjör (e. clarified butter) í sósuna, þ.e. smjör sem búið er að fjarlægja úr vatn og prótínagnir.  Það er auðvelt að búa til og geymist mánuðum saman í ísskáp.

Setjið bitana á einstaklingsdiska (5-7 bita á mann, eftir stærð), dreypið smá af salvíu-smjörinu yfir og berið strax fram. Það má einnig rífa yfir smá parmesan ost, ef vill, og skreyta með kryddjurtum.

Ábendingar:

 • Hægt er að nota sértilgerð ravioliform til að auðvelda ferlið við að móta bitana. Ég á ekki slíkt og get því ekki mælt með einu umfram annað.
 • Það tekur smá æfingu að útbúa ravioli svo vel sé, þ.a. verið ekki of hörð við ykkur ef þau líta ekki fullkomlega vel út. Reynið samt að vanda ykkur við að loka og skera bitana, þ.a. sem minnst loft lokist inni og að þeir haldi sem best lögun.
 • Það er ekki allaf mögulegt að kaupa ferskan ricottaost, þá einna helst að hann fáist hjá Frú Laugu. En það er mjög auðvelt að útbúa slíkan ost og ég mæli eindregið með því að þið prófið það.

Nokkrar myndir af ferlinu:

20180715_151959
Spínatið kælt eftir stutta suðu
20180715_160853
Pastadeigið blandað
20180717_205715
Mótaðir ravíolibitar áður en þeir eru soðnir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: