Sellerí- og gulrótarsúpa með túrmerik og grænu karrý

Súpur hafa verið oft á boðstólunum hjá mér þessa dagana, einhverra hluta vegna.

Sellerí- og gulrótarsúpa með túrmerik og grænu karrý

IMG_6225

Hráefni:

 • olía (til steikingar)
 • 2 stk. laukur
 • 2 stk. hvítlauksrif
 • 2 tsk. túrmerikkrydd
 • 1 stk. sellerírót
 • 4-5 stk. gulrætur (stórar)
 • 1 stk. lárviðarlauf
 • 3 stk. kjúklingakraftsteningar (eða grænmetis)
 • 1,6 l. vatn
 • 1 tsk. grænt karrýmauk (eða eftir smekk)
 • 1-2 tsk. fiskisósa (eða eftir smekk)
 • 1-2 tsk. límónu- eða sítrónusafi (eða eftir smekk)
 • salt og pipar
 • hrein jógúrt, hakkaðar hnetur/möndlur, spírur/kryddjurtir, til skreyingar

Aðferð:

Hitið olíuna í (þykkbotna) potti. Saxið laukinn og hvítlaukinn. Setjið laukinn í pottinn og svissið í olíunni. Meðan laukurinn er að svissast skrælið og brytjið sellerírótina og gulræturnar (muna að hræra annað slagið í lauknum á meðan). Bætið hvítlauknum í pottinn og svissið í 2 mínútur í viðbót. Bætið túrmerikkryddinu í pottinn og látið krauma í smá stund. Bætið við sellerí- og gulrótarbitunum, kjúklingakraftinum, lárviðarlaufinu og loks vatninu.  Hrærið í pottinum annað slagið á meðan suðan er að koma upp, lækkið hitann og sjóðið undir loki við vægan hita þar til grænmetisbitarnir eru orðnir vel mjúkir (u.þ.b. 15-20 mínútur).

Takið pottinn af hitanum, fjarlægið lárviðarlaufið, og maukið innihaldinu saman með töfrasprota. Hitið súpuna aftur upp að suðu og bragðið til með græna karrýmaukinu (fyrir styrkleika), fiskisósunni (fyrir „umami“) og límónusafanum (fyrir ferskleika, ekki þó það mikið að þið finnið súrbragð). Saltið og piprið eftir smekk í lokin, ef vill. Það ætti ekki að vera þörf á að þykkja súpuna sérstaklega þar sem hún þykknar við að mauka grænmetið, en ef þið viljið hana þykkri (eða þynnri) þá er þetta rétti tíminn til að gera það, t.d. með því að bæta út í smá sósujafnara (eða vatni). Látið súpuna krauma í 1-2 mínútur í viðbót, takið af hellunni og berið fram strax.

Það er gott að bera fram með súpunni hakkaðar hnetur/möndlur, ferska jógúrt (eða sýrðan rjóma), spírur eða ferkstar kryddjurtir, svo og nýmulinn svartan pipar.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: