Sætkartöflu- og gulrótarsúpa með reyktri papríku og kókosmjólk

Þessi súpa er einstaklega bragðgóð og hentar alltaf jafn vel hvort heldur að vetri, sumri, vori eða hausti.

Sætkartöflu- og gulrótarsúpa með reyktri papríku og kókosmjólk

sweetpotatocarrotsoup

Hráefni:

 • olía (til steikingar)
 • 2 stk. laukur
 • 2 stk. hvítlauksrif
 • 1 stk. sæt kartafla (stór)
 • 4-5 stk. gulrætur (stórar)
 • 1 tsk. karríkrydd
 • 1 tsk. reykt paprikukrydd, sterkt
 • 1-2 tsk. reykt paprikukrydd, sætt
 • 1 tsk. chillipiparkrydd (valkvæmt)
 • 1,6 l. vatn
 • 3 stk. kjúklingakraftsteningar (eða grænmetis)
 • 1 dós. tómatpúrra (70 g.) (valkvæmt)
 • 1 dós. kókosmjólk (400 g.)
 • salt og pipar
 • 1-2 msk. límónu- eða sítrónusafi
 • sýrður rjómi

Aðferð:

Hitið olíuna í (þykkbotna) potti. Saxið laukinn og hvítlaukinn. Setjið laukinn í pottinn og svissið í olíunni. Meðan laukurinn er að svissast skrælið þá sætu kartöfluna og gulræturnar og skerið í meðalstóra bita (muna að hræra annað slagið í lauknum á meðan).  Bætið hvítlauknum í pottinn og svissið í 2-3 mínútur í viðbót. Bætið karrí-,  papriku- og chillikryddinu í pottinn og látið krauma í svolitla stund (það gæti þurft að setja smá vatn með ef olían dugar ekki til að bleyta í kryddinu).  Prufið ykkur endilega áfram með hversu mikið þið viljið nota af kryddi, bæði er smekkur manna mismunandi svo og styrkleiki krydds getur verið mismunandi eftir aldri, gerðum og framleiðendum.

Bætið við sætkartöflu- og gulrótarbitunum,  kjúklingakraftinum, tómatpúrrunni (ef notuð) og loks vatninu.  Hrærið í pottinum annað slagið á meðan suðan er að koma upp, lækkið hitann og sjóðið undir loki við vægan hita þar til kartöflu- og gulrótarbitarnir eru orðnir vel mjúkir (u.þ.b. 15-20 mínútur).

Maukið öllu í pottinum saman með töfrasprota og bætið kókosmjólkinni saman við. Hitið súpuna aftur upp að suðu og bragðið til með salti og pipar eftir smekk (það má einnig setja nokkra tabaskódropa út í súpuna til að gefa henni meira „bite“, ef vill).  Bætið við slettu af límónusafa til að fríska aðeins upp á bragðið (alls ekki of mikið, bara rétt til að fríska).  Það ætti ekki að vera þörf á að þykkja súpuna sérstaklega þar sem hún þykknar við að mauka grænmetið, en ef þið viljið hana þykkri (eða þynnri) þá er þetta rétti tíminn til að gera það, t.d. með því að bæta út í smá sósujafnara (eða vatni). Látið súpuna krauma í 2-3 mínútur í viðbót, takið af hellunni og berið fram strax.

Það er gott að bera fram með súpunni sýrðan rjóma, ferskar saxaðar kryddjurtir (t.d. kórídander eða óregano), og nýmulinn svartan pipar. Einnig má bera fram saxaðar hnetur/möndlur, sem hver fyrir sig getur sett ofan á súpuna eftir smekk. Og síðast en ekki síst, almennt talað, þá jafnast ekkert á við að fá nýbakað bauð með súpum.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: