Eggjakaka með lárperu, sveppum, spínati og fetaosti

Ég er farinn að hlaupa úti oftar og lengra með hækkandi sól og þá er mikilvægt að huga sérstaklega vel að matarræðinu.  Eggjakökur eru næringarrík og góð fæða og því oft á boðstólunum hjá mér þessa dagana, enda eru egg einn allra besti prótíngjafi sem völ er á.

Eggjakaka með lárperu, sveppum, spínati og fetaosti

20180403_184036

Innihald:

  • 2 stk. egg
  • 2 msk. vatn (eða auka eggjahvíta)
  • 1/2 – 1 stk. lárpera
  • nokkrir sveppir
  • ferskt spínat (hálf handfylli)
  • fetaostur (eftir smekk)
  • ögn af sjávarsalti og pipar, eftir smekk
  • smjör (eða önnur feiti) til steikingar
  • niðurskorin steinselja, til skreytingar

Aðferð:
Skolið sveppina og spínatið og þerrið. Skerið sveppina í sneiðar og steikið í smjöri á pönnu (saltið smá, ef vill). Takið sveppina af pönnunni, setjið í sigti, og látið allan umfram vökva renna af.  Skerið lárperuna og fetaostinn í smáa bita.

Bræðið smjörið á pönnu yfir meðalhita. Hræðið saman egg, vatn (eða eggjahvítu, ef notuð), salt og pipar með gaffli eða písk. Hellið eggjablöndunni á heita pönnuna.  Eldið eggjakökuna, en gott er að draga ytri brúnir sem eru full settar annað slagið inn að miðju pönnunnar, þ.a. enn óelduð eggjablandan sem er ofan á renni niður á heita pönnuna (sjá t.d. hér).

Þegar ekkjakakan er fullelduð, setjið hana á disk og setjið fyllinguna (sveppina, lárperuna, spínatið og fetaostinn) á annan helminginn og brjótið hinn helminginn varlega yfir (má líka gera áður en eggjakakan er tekin af pönnunni).  Skreytið með steinselju eða öðrum kryddjurtum.

Berist fram strax. Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: