Bakaðar blómkálssneiðar

Meðlæti þarf ekki að vera flókið til að vera gómsætt.  Nú þegar ég er að prufa ketó-fæði þá er ég sífellt á höttunum eftir meðlæti sem er bæði gómsætt og kolvetnissnautt — eftirfarandi réttur tékkar í bæði boxin.

Lesa …

„Tyrknesk egg“

Ég borða mikið að eggjum þessa dagana, sem part af tímabundnu Ketó-fæði.  Egg eru holl og góð, en þegar maður borðar þau nær daglega þá þarf að tileinka sér fjölbreyttar aðferðir við að framreiða þau.  Að neðan er útgáfa sem á rætur sínar að rekja allt aftur til hátíma Ottoman heimsveldisins.  Það eru til margvísleg tilbrigði af  „tyrkneskum eggjum“, en þau eiga það þó flest sameiginlegt að para saman hleyptum eggjum, jógúrti, og chilipipar.

Lesa…

Ketóbrauð með fetaosti og þorskalifrarpaté

Ég er nýbyrjaður á Keto-fæði og ætla að prófa það í a.m.k. tvo mánuði — eða fram að næstu hálfmaraþonkeppni — og sjá svo til um framhaldið.

Ein helsta áskorunun hjá mér er að ná að borða álíka fjölbreytt fæði og áður, en ég —og mér sýnist margir aðrir— falla auðveldlega í þá grifju að borða of einhæft þegar verið er á keto-fæði, t.d. þar sem aðaluppistaðan er einungis kjöt, egg, beikon, lax, lárperur og laufa-grænmeti.  Það er náttúrulega engin þörf á því borða svo einhæft því möguleikarnir við matargerðina eru óendarlegir. Maður þarf bara að vera duglegur að prófa sig áfram og sýna smá hugmyndaauðgi.

Lesa …

Lárpera með hleyptu eggi, innpökkuð í beikon og pönnusteikt

Það eru þó nokkrir í mínum vinahópi farnir að prófa sig áfram með Keto-fæði, sér í lagi þeir sem eru að stunda þríþraut.  Ég fylgist spenntur með af hliðarlínunni, en er þó ekki tilbúinn ennþá að hoppa yfir á það fæði — þó svo að ég hefði eflaust gott af því að minnka við mig kolvetnainntöku, sér í lagi í formi heimalagaðs brauðs, pasta, og pizza!

Ég er samt orðinn það áhugasamur að ég er farinn að prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir sem myndu henta fyrir Keto-fæðisprógram, þ.m.t. uppskrifin að neðan.

Lesa …

Parmesan kjúklingur

Ég fékk góðan gest í mat um daginn, kæran vin sem býr í Kaupmannahöfn, sem jafnframt er mikill matgæðingur og listakokkur. Það var því úr vöndu að ráða hvað skyldi vera í matinn. Eftir smá umhugsun varð eftirfarandi réttur fyrir valinu og hann stóð fyllilega fyrir sínu.

Lesa …

Beef Stroganoff

Það er mjög hlýjandi og gott að fá kjötkássur og aðra svipaða rétti þegar kalt er úti. Að neðan er mjög góð uppskrift að Beef Stroganoff.

Lesa …

Pizza Rosa

Ég er búinn að vera óvenju duglegur að elda pizzur undanfarið, þ.e. eftir að ég fékk mér Roccbox. Ein pizza er þó í sérstöku uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni í augnablikinu, Pizza Rosa, sem pizzastaðurinn Pizza Bianco í Phoniex Arizona þróaði og gerði víðfræga.

Lesa …

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑